Nýtt ár ~ æfingar að hefjast að nýju

Hæ hæ öllsömul og gleðilegt nýtt ár - vonandi höfðuð þið það gott yfir hátíðirnar.

Æfingar hefjast að nýju eftir næstu helgi og æfingatímar verða óbreyttir skv. gildandi æfingatöflu þ.a. fyrsta æfing á nýju ári í SM verður þriðjudaginn 14. janúar og í GH miðvikudaginn 15. janúar.

kv. þjálfarar 


Jólamót Fjölnis - upplýsingar

Hæ hæ, hér eru upplýsingar um fyrirkomulag mótsins. Gefið verður upp á staðnum hvaða stelpur verða í hvaða liði. Þær sem þurfa geta fengið FRAM treyju lánaða, allar að mæta í góðum skóm, með legghlífar, vatnsbrúsa og þær sem eiga markmannshanska endilega taka þá með sér.

A og B lið ~ þær sem eiga að mæta kl 08.30 í Egilshöll eru: Embla Dögg, Bergdís, Ingunn María, Embla Guðný, Emma, Viktoría Sól, Blædís Birta, Saga Liv, Katrín og Ísó (M)

Öll lið bæði hjá a og b spila fyrsta leik klukkan 09:00. Hver leikur er 12 mín. og svo fá liðin 8 mín í hvíld fyrir næsta leik sem eru 09:20. Liðin spila því 09:00,09:20,09:40,10:00 eftir síðasta leik sem ætti að vera búinn 10:15 fara stelpurnar í Sportbitann (gamla sjoppan í Egilshöll) og fá medalíu, pizzu, svala, kveðjugjöf og svo myndatöku.

C og D lið ~ þær sem eiga að mæta kl 10.00 í Egilshöll eru: Karítas Embla, Ólöf Jóhanna, Þórunn Gabríela, Júlía Sól, Sóley María, Emelía Rán, Rakel Ósk, Tinna og Franziska

Liðin spila 10:30, 10:50, 11:10, 11:30 eftir síðasta leik sem eru búinn 11:45 fara þær í Sportbitann. 

Þau félög sem taka þátt í mótinu auk FRAM eru Breiðablik, HK, Fjölnir, KR og ÍR/Leiknir.

 

Þetta verður bara gaman - hlökkum til að sjá ykkur og allar að fara snemma að sofa á föstudaginn :-)

 

kv. þjálfarar 

 

 

 


Jólakakó + vöfflur föstudaginn 13. des

Hæ hæ, eins og ég hef gert undanfarin ár vil ég bjóða stelpunum til mín í jólakakó og vöfflur. Þetta verður á föstudaginn 13. des frá kl. 17.00 - 19.00 og við munum jafnvel fara í skemmtilega leiki eða horfa á mynd saman.

Ég bý í Grafarholtinu, Þórðarsveig 6, 2. hæð, bjalla 0205, og vonandi komast sem flestar stelpurnar til mín á föstudaginn - gott að hrista hópinn aðeins saman fyrir jólamót Fjölnis á laugardeginum :-)

kv. Siggi

Jólamót Fjölnis og jólafríið

Hæ hæ, síðasta æfing fyrir jólafrí verður fim 12.des (og æfingar hefjast líklegast aftur þri 14.jan) en við ætlum að enda tímabilið á því að taka þátt í vinamóti Fjölnis laugardaginn 14.des:
 
Jólafótbolti Fjölnis er lítið vinalegt mót sem við Fjölnismenn ætlum að halda laugardaginn 14.des í Egilshöll. Leikið verður á litlum völlum 5 á móti 5 þar sem gleðin verður aðalatriði. Mótið stendur frá 09:00 – 12:00 en hver þátttakandi er aðeins 90 mínútur á leikstað. Hvert lið leikur fjóra 12 mínútna leiki síðan verður verðlaunaafhending þar sem allir þáttakendur fá medalíu og kveðjugjöf. Þátttökugjald er 1500 kr. innifalið er medalía, kveðjugjöf og hressing (samloka eða pylsa og svali).
 
Endilega látið vita með þátttöku ykkar stelpu hér í athugasemdum sem fyrst þ.e hvort hún verði með eða ekki - við höfum forskráð 4 lið og afar gott er fyrir okkur sem og mótshaldara að fá staðfestan fjölda sem fyrst :-)
 
kv. þjálfarar 

Æfingaleikur og foreldrafundur

Hæ hæ. Á fimmtudagsæfingunni 28.nóv í Egilshöll kl. 17.30 - 18.30 ætlum við að spila æfingaleik við Val. Biðjum við ykkur um að láta vita í athugasemdum við þessa færslu sem fyrst hvort ykkar stelpa verði með eða ekki - mikilvægt að fá fjöldann á hreint sem fyrst. Mæting er uppí Egilshöll kl 17.10.

Eftir æfingaleikinn ætlum við síðan að hafa foreldrafund í Grafarholtinu (að þessu sinni og næst verður hann í Safamýri) - við nýja gervigrasið í Úlfarsárdal. Þangað brunum við strax eftir æfingaleikinn en foreldrafundurinn mun ekki taka langan tíma (30 mín - 1 klst hámark).

kv. þjálfarar 


LAMBHAGAMÓTIÐ á sunnudaginn íþróttahúsinu Safamýri

Hæ hæ, hér eru liðin og upplýsingar um mætingu ofl. Kostnaður er 1.500 kr á hverja stelpu sem skal greiða inná reikning 0115-26-1609, kt. 160979-3649 og endilega senda kvittun með nafni stelpu á sigurhe79@gmail.com ~ því fyrr því betra. 

Hægt verður að sprella í salnum frammi til að stytta biðina eftir leikjum :-)

C og D lið spila ca frá 12.00 - 14.18 og er mæting hjá eftirfarandi stelpum kl 11.30 í Safamýri:

C-lið: Karítas, Katla, Þórunn, Þórey Lilja, Embla Dögg, Ísó og Emilía Ósk
D-lið: Tinna, Sóley María, Franziska, Rakel Ósk, Júlía Sól og Emelía Rán 

A og B lið spila ca frá 15.00 - 17.18 og er mæting hjá eftirfarandi stelpum kl 14.30 í Safamýri:

A-lið: Elsa Rakel, Ísó (M), Ingunn María, Emma, Bergdís og Viktoría Sól 
B-lið: Blædís, Embla Guðný, Saga Liv, Katrín, Ísabella og Unnur Ösp 

Allar að mæta í FRAM treyju, hvítum stuttbuxum, bláum sokkum, með legghlífar og í innanhúss skóm. Þær sem þurfa geta fengið lánaða FRAM treyju á staðnum. Þær sem eiga markmannshanska endilega taka þá með sér. Að lokum er gott að hafa með sér vatnsbrúsa og ávexti til að fá sér milli leikja.

EF EINHVER STELPA FORFALLAST Í MÓTIÐ ER AFAR ÁRÍÐÁNDI AÐ LÁTA OKKUR VITA SEM FYRST SVO VIÐ GETUM BRUGÐIST VIÐ. 

Þegar leikjaplan liggur endanlega fyrir verður það sent á foreldra í tölvupósti. 

kveðja þjálfarar


Skráning í æfingaleik fim 7.nóv og LAMBHAGAMÓTIÐ sun 17. nóv

UPPFÆRT þann 12.11.2013 vegna LAMBHAGAMÓTSINS sun 17.nóv:

Vegna handboltamóts, sem snertir bæði FRAM og hin félögin, neyddumst við til að seinka LAMBHAGAMÓTINU og breyta aðeins leikjafyrirkomulagi. Vonandi kemur þetta engum illa og við göngum útfrá því að skráðar stelpur mæti í mótið nema við séum látnir vita - ef einhverjar sem komast eiga eftir að skrá sig endilega gerið það - takk takk.

C og D lið spila frá 12.00 - 14.30 og A og B lið spila frá 15.00 - 17.30.

Leikjaplan og nánari upplýsingar (liðin, mæting ofl) koma hér inn á bloggið á næstu dögum.

kv. þjálfarar 

------------------------------------------------------------------------------------------

Hæ. Framundan í nóvember er æfingaleikur og mót sem við ætlum að halda í Safamýrinni (innahússmót). 

(1) Æfingaleikur við Fylki á fimmtudagsæfingunni 7. nóv í Egilshöll kl 17.30 - 18.30. Mæting er kl 17.10 í Egilshöll, þær sem þurfa geta fengið lánaða FRAM treyju og endilega takið með ykkur markmannshanska sem eiga.

(2) LAMBHAGAMÓTIÐ verður haldið sunnudaginn 17. nóv innanhúss í íþróttahúsinu Safamýri. Við stefnum að því að ná 4 liðum [ enda erum við með um 24 stelpur skráðar á báðum stöðum ~ um yrði að ræða fyrsta mótið fyrir sumar stelpurnar en það er ekki amalegt að gera það á heimavelli :-) ]      Mótinu verður tvískipt þannig að a+b lið spila ca frá 10.00 - 12.30 og c+d lið spila ca frá 13.00 - 15.30. Mótsgjald er 1.500 kr á þátttakanda, öll lið spila 4 leiki og í lokin verður pizza og verðlaunapeningur fyrir alla þátttakendur. Milli leikja verður hægt að sprella í litla salnum frammi (limbó, tónlist ofl.) og stytta þannig biðtímann :-) Er nær dregur verða liðin birt hér á blogginu og allar nánari upplýsingar.

Mikilvægt er að láta vita sem allra fyrst hvort ykkar stelpa verði með eða ekki - þannig að við fáum fjöldann á hreint sem allra fyrst :-)

PS ÞAÐ STYTTIST SÍÐAN AÐ HALDINN VERÐI FORELDRAFUNDUR - HANN VERÐUR TILKYNNTUR SÉRSTAKLEGA.

kv. þjálfarar 


Dominosmótið á morgun

Hæ. Mæting er á gervigrasið hjá Stjörnunni á morgun kl 10.30 en æfingamótið hefst kl 11.00 og er áætlað að því ljúki um 13.30. Við verðum með 2 lið á mótinu og að þessu sinni verða þau sem hér segir:

Lið 1: Ingunn, Elsa Rakel, Emilía Ósk, Viktoría, Blædís, Embla Dögg og Embla Guðný

Lið 2: Ísabella, Emma, Sóley, Rakel, Tinna og Franziska

Allar að mæta vel klæddar, í FRAM treyju sem eiga (þær sem ekki eiga treyju geta fengið lánaða), með legghlífar, vatnsbrúsa og í góðum skóm. Þær sem eiga markmannshanska endilega taka þá með sér.

Mótsgjald er 1.000 kr á stelpu og þarf liðsstjóri hvors liðs að taka við greiðslum og greiða í veitingasölu Stjörnunnar. Í lok móts verður pizza og verðlaunapeningur fyrir stelpurnar.

kv. þjálfarar


Dominosmót Stjörnunnar laugardaginn 19.október

UPPFÆRT 14/10/2013: Nú er búið að loka blogginu á vísi en þar voru eftirfarandi 6 stelpur þegar búnar búnar að skrá sig: Emma, Ingunn, Ísabella, Tinna, Embla Guðný og Emilía Ósk. Ef það voru fleiri búnar að skrá sig þá biðjum við foreldra um að láta vita í athugasemdum hér.

Mótið verður líklega frá 10.00 - 14.00. 

-----------------------------------------------------------------

Hæ hæ, við höfum forskráð 3 lið til leiks í Dominosmót Stjörnunnar (æfingamót) sem verður haldið á gervigrasi Stjörnunnar laugardaginn 19. október - spilað verður fyrir hádegi. Þátttökugjald er 1.500 kr á iðkanda og innifalið er pizza og verðlaunapeningur í lok móts. Allar nánari upplýsingar koma inná bloggið og sent á tölvupósti er nær dregur en nú biðjum við ykkur um að láta vita í athugasemdum við þessa færslu hvort ykkar stelpa geti verið með eða ekki - svo við fáum fjöldann á hreint.

Fyrsta mótið á nýju tímabili - bara líf og fjör :-)

PS. Þeir sem eiga eftir að skrá sína stelpu í FRAM mega endilega gera það sem fyrst: https://fram.felog.is/ 

kv. þjálfarar


Nýtt blogg fyrir 7.flokkinn

Hæ, verið er að loka blogginu á vísi og við flytjum okkur hingað :-)

kv. þjálfarar 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband