Færsluflokkur: Bloggar

Engar æfingar fimmtudaginn 20.febrúar vegna vetrarfría í grunnskólum.

Kv Þjálfarar

UPPFÆRT: Foreldrafundur nk. MÁNUDAG (17.feb) kl 18.00 í Safamýri (skemmtun fyrir stelpurnar á meðan)

UPPFÆRT 13. FEBRÚAR: FORELDRAFUNDURINN VERÐUR HALDINN Í SAFAMÝRI MÁNUDAGINN 18.FEB KL 18.00. SKEMMTUN VERÐUR FYRIR STELPURNAR Á MEÐAN OG VONANDI NÆST GÓÐ MÆTING.

Kv. þjálfarar 

----------------------------------------------------------------------------------------- 

Hæ hæ, á þriðjudaginn næsta þann 18. febrúar verður haldinn foreldrafundur - að þessu sinni í Safamýri. Fundurinn mun líklega taka í kringum 1 klst og hefst kl 18.00. Skemmtilegt er frá því að segja að foreldrafélag flokksins ætlar að hafa skemmtun fyrir allar stelpurnar á meðan og það verður líklegast videó mynd með einhverri hressingu. Farið verður m.a. vel yfir öll mót sumarsins svo allir geta farið að stilla upp sumarfríinu sínu með hliðsjón af fótboltanum.   Mikil áhersla er lögð á góða mætingu og ekki skemmir fyrir að á meðan foreldrarnir verða á fundinum geta stelpurnar úr hverfunum tveimur hist í félagslegum tilgangi en það er svo mikilvægt að stelpurnar kynnist utan mótanna :-)

Það getur farið svo að foreldrafundurinn og skemmtunin verði sameiginleg með 6.fl kvk þar sem farið verður að öllum líkindum á sömu mótin í sumar í þessum tveimur flokkum sem getur einfaldað skipulagningu og aukið líkur á góðu samstarfi sem báðir flokkar geta notið góðs af.

kv. þjálfarar 


TM MÓT HK/VÍKINGS INN Í KÓRNUM 15.FEBRÚAR

 Hæ hæ, hér eru upplýsingar um liðin ofl (leikjaplan hefur verið sent á foreldra á meilinu). Spilað verður með 6 leikmenn inná (markm. og 5 útileikmenn), öll lið spila 4 x 10 mín leiki, allar að mæta í góðum skóm, með legghlífar, vatnsbrúsa og í FRAM galla sem eiga. Þær sem þurfa geta fengið lánaða FRAM treyju. Þær sem eiga markmannshanska endilega taka þá með sér. 

Lið 1:  Ísó (M), Bergdís, Emma, Viktoría Sól, Ingunn María, Blædís og Sara Rún. 
Mæting er kl 12.00, fyrsti leikur er kl 12.26, svo 12.52, 13.18 og loks 13.44.

Lið 2: Embla Dögg, Embla Guðný, Ólöf Jóhanna, Elsa Rakel, Þórunn Gabríela, Unnur Ösp, Saga Liv og Katla.
Mæting er kl 11.45, fyrsti leikur er kl 12.13, svo 12.39, 13.05 og loks 13.31.

Lið 3: Karítas Embla, Emilía Ósk, Hekla, Þórey Lilja, Franziska, Tinna, Júlía Sól og Rakel. 
Mæting er kl 11.30, fyrsti leikur er kl 12.00, svo 12.26, 12.52 og loks 13.44.

Lið 4: Eldey, Emilía Mist, Guðrún Ýr, Camilly, Nadía, Ísó, Kolbrá og Kristbjörg. 
Mæting er kl 11.45, fyrsti leikur er kl 12.13, svo 12.39, 13.31 og loks 13.57.

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn - muna fara snemma að sofa og koma með góða skapið :-) 

kv. þjálfarar

-------------------------------------------------------------------------------------- 

Hæ hæ. Við förum á mótið á laugardaginn með 4 lið og um 30 stelpur. Komin eru drög að leikjaplani og skv. því verður mótið spilað frá 12.00 - 12.15 ca og öll lið fá 4 x 10 mínútna leiki.

Mótsgjald 2.000 kr skal greitt inná 0115-26-1609, kt. 160979-3649 með nafn stelpu í skýringu.

Upplýsingar um liðin ofl kemur hér inná bloggið er nær dregur.

kv. þjálfarar 


TM MÓT HK/VÍKINGS INN Í KÓRNUM 15.FEBRÚAR OG ÆFINGALEIKUR VIÐ STJÖRNUNA 13.FEBRÚAR SKRÁNING HAFIN

UPPFÆRT 10.02.2014 kl. 10.06: STJARNAN KEMST EKKI TIL OKKAR Á FIMMTUDAGINN Í ÆFINGALEIK SVO ÞAÐ VERÐUR HEFÐBUNDIN ÆFING. Í STAÐINN MUN STJARNAN KOMA TIL OKKAR SÍÐAR Í FEBRÚAR Í ÆFINGALEIK (LÍKLEGAST FIM 27.FEB). TIL EINFÖLDUNAR GERUM VIÐ RÁÐ FYRIR AÐ SKRÁÐAR STELPUR MÆTI Í ÆFINGALEIKINN 27.FEB. 

 

Uppfært 03.02.2014 kl. 13.56: HÆ HÆ. LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU EN VIÐ HÖFUM STAÐFEST 4 LIÐ Á MÓTIÐ (25 STELPUR SKRÁÐAR). ÁRÍÐANDI ER AÐ GANGA FRÁ GREIÐSLU MÓTSGJALDS SEM ALLRA FYRST, EN 7 STELPUR HAFA GENGIÐ FRÁ GREIÐSLU (endilega muna að setja nafn stelpu í skýringu það einfaldar okkur utanumhaldið).
kv. þjálfarar
--------------------------------------------------------------------------------------------

Hæ hæ

 
Þann 15.febrúar nk ætlum við að fara á mót inn í Kórnum keppt verður í 5-6 og 7.flokki og viðvera hvers flokks er ca 3 klst. En fyrst ætlum við að taka einn æfingaleik við Stjörnuna í Egilshöllinni þann 13. feb.

Veglegur gjafapakki er í boði og mótsgjaldið er kr 2000 á þátttakanda.
Mikilvægt er að skrá sig hið fyrsta því við höfum verið beðnir um að gefa upp nákvæman liða og iðkendafjölda sem allra fyrst svo hægt sé að skoða að hleypa þeim liðum að sem eru á biðlista.

Skráningin er hér að neðan í athugasemdarkerfinu munið að láta vita í athugasemdarkerfinu jafnt með TMmótið og æfingaleikinn við Stjörnuna
 
2.000 kr mótsgjald skal greiða inn á eftirfarandi reikning 0115-26-1609, kt. 160979-3649 fyrir 10. febrúar. Endilega setja nafn stelpu í skýringu svo auðvelt verði að fara yfir innborganir.
 
Kveðja þjálfarar

Fyrsti æfingaleikurinn á nýju ári :-)

Hæ hæ, við fáum ÍR / Leikni til okkar í Egilshöllina á fimmtudagsæfingunni 23. janúar og spilum við þá æfingaleik frá 17.30 - 18.30. Mæting er í Egilshöll kl 17.10, allar að koma í FRAM treyju sem eiga en þær sem þurfa geta fengið lánaða treyju. Muna eftir legghlífum, vatnsbrúsa og þær sem eiga markmannshanska endilega taka þá með sér.

Biðjum við foreldra um að láta vita sem allra fyrst hér í athugasemdum hvort ykkar stelpa komist í æfingaleikinn eða ekki. Því fyrr sem við höfum fjöldann því betra :-) 

Áfram FRAM 

kv. þjálfarar 


Nýtt ár ~ æfingar að hefjast að nýju

Hæ hæ öllsömul og gleðilegt nýtt ár - vonandi höfðuð þið það gott yfir hátíðirnar.

Æfingar hefjast að nýju eftir næstu helgi og æfingatímar verða óbreyttir skv. gildandi æfingatöflu þ.a. fyrsta æfing á nýju ári í SM verður þriðjudaginn 14. janúar og í GH miðvikudaginn 15. janúar.

kv. þjálfarar 


Jólamót Fjölnis - upplýsingar

Hæ hæ, hér eru upplýsingar um fyrirkomulag mótsins. Gefið verður upp á staðnum hvaða stelpur verða í hvaða liði. Þær sem þurfa geta fengið FRAM treyju lánaða, allar að mæta í góðum skóm, með legghlífar, vatnsbrúsa og þær sem eiga markmannshanska endilega taka þá með sér.

A og B lið ~ þær sem eiga að mæta kl 08.30 í Egilshöll eru: Embla Dögg, Bergdís, Ingunn María, Embla Guðný, Emma, Viktoría Sól, Blædís Birta, Saga Liv, Katrín og Ísó (M)

Öll lið bæði hjá a og b spila fyrsta leik klukkan 09:00. Hver leikur er 12 mín. og svo fá liðin 8 mín í hvíld fyrir næsta leik sem eru 09:20. Liðin spila því 09:00,09:20,09:40,10:00 eftir síðasta leik sem ætti að vera búinn 10:15 fara stelpurnar í Sportbitann (gamla sjoppan í Egilshöll) og fá medalíu, pizzu, svala, kveðjugjöf og svo myndatöku.

C og D lið ~ þær sem eiga að mæta kl 10.00 í Egilshöll eru: Karítas Embla, Ólöf Jóhanna, Þórunn Gabríela, Júlía Sól, Sóley María, Emelía Rán, Rakel Ósk, Tinna og Franziska

Liðin spila 10:30, 10:50, 11:10, 11:30 eftir síðasta leik sem eru búinn 11:45 fara þær í Sportbitann. 

Þau félög sem taka þátt í mótinu auk FRAM eru Breiðablik, HK, Fjölnir, KR og ÍR/Leiknir.

 

Þetta verður bara gaman - hlökkum til að sjá ykkur og allar að fara snemma að sofa á föstudaginn :-)

 

kv. þjálfarar 

 

 

 


Jólakakó + vöfflur föstudaginn 13. des

Hæ hæ, eins og ég hef gert undanfarin ár vil ég bjóða stelpunum til mín í jólakakó og vöfflur. Þetta verður á föstudaginn 13. des frá kl. 17.00 - 19.00 og við munum jafnvel fara í skemmtilega leiki eða horfa á mynd saman.

Ég bý í Grafarholtinu, Þórðarsveig 6, 2. hæð, bjalla 0205, og vonandi komast sem flestar stelpurnar til mín á föstudaginn - gott að hrista hópinn aðeins saman fyrir jólamót Fjölnis á laugardeginum :-)

kv. Siggi

Jólamót Fjölnis og jólafríið

Hæ hæ, síðasta æfing fyrir jólafrí verður fim 12.des (og æfingar hefjast líklegast aftur þri 14.jan) en við ætlum að enda tímabilið á því að taka þátt í vinamóti Fjölnis laugardaginn 14.des:
 
Jólafótbolti Fjölnis er lítið vinalegt mót sem við Fjölnismenn ætlum að halda laugardaginn 14.des í Egilshöll. Leikið verður á litlum völlum 5 á móti 5 þar sem gleðin verður aðalatriði. Mótið stendur frá 09:00 – 12:00 en hver þátttakandi er aðeins 90 mínútur á leikstað. Hvert lið leikur fjóra 12 mínútna leiki síðan verður verðlaunaafhending þar sem allir þáttakendur fá medalíu og kveðjugjöf. Þátttökugjald er 1500 kr. innifalið er medalía, kveðjugjöf og hressing (samloka eða pylsa og svali).
 
Endilega látið vita með þátttöku ykkar stelpu hér í athugasemdum sem fyrst þ.e hvort hún verði með eða ekki - við höfum forskráð 4 lið og afar gott er fyrir okkur sem og mótshaldara að fá staðfestan fjölda sem fyrst :-)
 
kv. þjálfarar 

Æfingaleikur og foreldrafundur

Hæ hæ. Á fimmtudagsæfingunni 28.nóv í Egilshöll kl. 17.30 - 18.30 ætlum við að spila æfingaleik við Val. Biðjum við ykkur um að láta vita í athugasemdum við þessa færslu sem fyrst hvort ykkar stelpa verði með eða ekki - mikilvægt að fá fjöldann á hreint sem fyrst. Mæting er uppí Egilshöll kl 17.10.

Eftir æfingaleikinn ætlum við síðan að hafa foreldrafund í Grafarholtinu (að þessu sinni og næst verður hann í Safamýri) - við nýja gervigrasið í Úlfarsárdal. Þangað brunum við strax eftir æfingaleikinn en foreldrafundurinn mun ekki taka langan tíma (30 mín - 1 klst hámark).

kv. þjálfarar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband