Færsluflokkur: Íþróttir

Jólasprell á æfingu á fimmtudag :-)

Hæ, við ætlum öll að mæta með jólasveinahúfur á æfingu á fimmtudaginn sem verður síðasta æfing fyrir jól. Endilega reyna að útvega sér jólasveinahúfur svo allar geti verið eins - ef einhver á ekki þá koma bara í einhverju jólalegu :-)

kv. þjálfarar


Jólamót Fjölnis laugardaginn 13.des í Egilshöll

Við slúttum þessum hluta tímabilsins á Jólamóti Fjölnis í Egilshöll laugardaginn 13.des. Mótið sem er fyrir 6. og 7.fl spilast ca. frá 08.30 - 14.00. Þátttökugjald verður 2.500 kr., hvert lið spilar 4 – 5 leiki, tekur um 2 klst. á lið og innifalið er medalía, verðlaun og hressing. 

Eftir mótið förum við því í jólafrí og æfingar hefjast svo að nýju skv. stundatöflum mánudaginn 5. jan 2015.

Biðjum við ykkur endilega að láta vita hér á blogginu sem allra fyrst hvort ykkar stelpa verði með eða ekki og staðfesta jafnframt þátttöku með því að greiða þátttökugjaldið inná reikning 0114-26-3480, kt. 150682-3479 - SETJIÐ ENDILEGA NAFN BARNS Í TILVÍSUN OG SENDIÐ KVITTUN Á linda.dogg.thorbergsdottir@gmail.com. Við höfum forskráð lið frá FRAM en þurfum fjöldan á hreint sem fyrst svo við getum staðfest skráningu til Fjölnis.

kv. þjálfarar


Æfingaleikur við ÍA uppi á Skaga á sunndaginn 16. nóvember

Hæ hæ, við stefnum að því að spila æfingaleik við ÍA uppi á Akranesi í yfirbyggðu höllinni sunnudaginn 16. nóvember kl 12.00 (göngum útfrá ca 1 klst). Viljum við biðja foreldra um að láta vita sem fyrst í athugasemdum við þessa færslu hvort sín stelpa komist eða ekki í æfingaleikinn. Það er afar mikilvægt að fá góða svörun svo við getum skipulagt okkur fram í tímann.

Mikilvægt verður að stelpurnar mæti tímanlega - mæting kl 11.30 - svo við getum byrjað á slaginu kl 12.00. Allar stelpur eiga að mæta í góðum innanhússkóm / gervigrasskóm, í legghlífum og þær sem eiga endilega mæta í FRAM fatnaði. Þær sem þurfa geta fengið lánaða FRAM treyju á staðnum.

Við spilum sem sagt í yfirbyggðu höllinni og á gervigrasi.

Það gæti svo verið gaman fyrir þá sem geta að skella sér saman í sund uppi á Akranesi eftir æfingaleikinn - stelpurnar milli hverfanna geta aðeins ærslast saman en gott er fyrir þær að kynnast utan leikja líka. Ekki þarf að svara til um það hér við skoðum þetta bara á sunnudaginn uppfrá eftir æfingaleikinn :-)

Með von um góða skráningu. 

kv. Siggi


Foreldrafundur mánudaginn 10. nóvember

Hæ hæ, haldinn verður foreldrafundur í Úlfarsárdal mánudaginn 10. nóvember kl 18.00 - 19.00 (sameiginlegur með 6.flokknum). Það er afar mikilvægt að við fáum góða mætingu á foreldrafundinn, þið getið að sjálfsögðu haft stelpurnar með á fundinn og við getum áreiðanlega skellt video mynd í tækið á meðan á foreldrafundinum stendur.

kv. þjálfarar 


Skráning í æfingaleik miðvikudaginn 5. nóv

Hæ hæ, við stefnum að því að spila æfingaleik við Aftureldingu miðvikudaginn 5. nóvember á æfingatíma í Ingunnarskóla í Grafarholti kl 17.40 - 18.40. Viljum við biðja foreldra um að láta vita sem fyrst í athugasemdum við þessa færslu hvort sín stelpa komist eða ekki í æfingaleikinn. Það er afar mikilvægt að fá góða svörun svo við getum skipulagt okkur fram í tímann.

Mikilvægt verður að stelpurnar mæti tímanlega í Ingunnarskóla - mæting 17.30 í síðasta lagi - svo við getum byrjað á slaginu kl 17.40. Allar stelpur eiga að mæta í góðum innanhússkóm, í legghlífum og þær sem eiga endilega mæta í FRAM fatnaði. Þær sem þurfa geta fengið lánaða FRAM treyju á staðnum.

Þetta er lítill salur, eitt lið spilar í einu, um stutta leiki verður að ræða og foreldrar geta setið og horft í enda salsins þar sem er aðstaða til að horfa á.

Með von um góða skráningu. 

kv. þjálfarar 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband